Ný endurvinnslustöð tekin í notkun

Ný endurvinnslustöð var opnuð við Vallarbraut á Skagströnd fimmtudaginn 29. júlí 2010. Rekstur stöðvarinnar byggist á samningi sem rekstraraðili hennar, Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf., hefur gert við Sveitarfélagið Skagaströnd um byggingu og rekstur gámastæðisins.

Með opnun gámastöðvarinnar verður boðið upp á móttöku og flokkun á úrgangi sem fer til endurvinnslu. Jafnframt batnar aðstaðan til losunar úrgangs, bæði flokkaðs og óflokkaðs.

Þangað verður einnig hægt að koma færa stærri hluti til flokkunar og endurvinnslu við bestu aðstæður.

Íbúar þurfa ekki að greiða fyrir þjónustu endurvinnslustöðvarinnar en fyrirtæki og stofnanir greiða samkvæmt sérstakri gjaldskrá. Flokkað efni til endurvinnslu er þó í flestum tilvikum gjaldfrjálst.

Opnunartími verður sem hér segir:

  • Þriðjudaga, kl. 16:00 - 18:00
  • Fimmtudaga, kl. 16:00 - 18:00 
  • Laugardaga, kl. 13:00 - 17:00

Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu endurvinnslustöðvarinnar.