Ný tæki í þreksal

Síðastliðinn mánudag kom einn helsti velunnari líkamsræktarinnar, Ernst Berndsen færandi hendi í íþróttahúsið og færði því að gjöf tæki sem er til að þjálfa læra og rassvöðva og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Á næstu dögum bætast við þrjú tæki í þreksalinn en tvö eldri fara út í staðinn.
Starfsfólk íþróttahússins