Nýir rekstraraðilar að Gistiheimilinu Dagsbrún

Gistiheimilið Dagsbrún á Skagaströnd hefur verið starfrækt um langt árabil að Túnbraut 1-3. Eigendur hótelsins eru Fisk Seafood en reksturinn hefur verið í höndum Kántrýbæjar undanfarin ár. Í byrjun desember sl. tók hlutafélagið Hörfell ehf. við rekstrinum en það er í eigu hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Þrastar Líndal. Hótelið er opið allt árið og er boðið upp á gistingu í eins eða tveggja manna herbergjum með morgunmat. Lögð er áhersla á notarlegt umhverfi og þægindi, einnig er á hótelinu fundarsalur sem hægt er að nota við ýmis tilefni.