Nýr framkvæmdastjóri Nes Listamiðstöðvar

 

Melody Woodnutt. Mynd: neslist.is

Melody Woodnutt. Mynd: neslist.is

Nýr framkvæmdastjóri er tekin til starfa hjá Nes Listamiðstöð og kallast hún Melody Woodnutt og kemur frá Ástralíu. Melody hefur tvisvar dvalið við listamiðstöðina og er því svæðinu og starfseminni vel kunnug.

Á heimsíðu Nes listamiðstöðvar, Neslist.is, birtir Melody opið bréf þar sem hún segist hún hlakka til að takast á við komandi verkefni og að vinna að því að gera Neslist að menningar- og listamiðstöð sem endurspeglar hið mikla listalandslag sem þrífst hér á Íslandi.

Þegar Melody dvaldi hér áður heillaðist hún af landi og þjóð, eins og hún lýsir í bréfinu, og segist hafa snúið hingað aftur vegna hrifningu hennar af „Skagaströnd, Íslandi, landslaginu, og vegna þeirri glóandi og síbreytilegu birtu sem hér ríkir. Og af sjálfsögðu vegna fólksins sem hér býr, og ég ber mikla virðingu fyrir,“ segir hún.

Melody er sjálf listamaður og hefur notast við fjölmarga þætti við innsetningar sínar, t.d. hljóð, myrkur, ljós, margmiðlun, skúlptúra og sviðsframkomur, með áherslu á upplifun skynfæranna. Með því skapar hún umhverfi þar sem hægt er að koma og vera í – fá sér sæti, upplifa og skynja.

Á sama hátt vill hún nálgast hið nýja hlutverk hennar sem framkvæmdastjóri Neslistar. Að skapa umhverfi þar sem listamenn geta komið og prófað sig áfram í listinni. Kannað sjálfa sig og þar með draga fram eitthvað nýtt og óvænt. Umhverfi þar sem listamenn geta upplifað tilfinningar sínar og umhverfi og brugðist við þeim.

Hér má lesa bréf Melody í heild sinni.