Nýr hraðfiskibátur sjósettur

Fimmtudaginn 30. nóvember sl. var Alda HU 12 sjósett í Hafnarfirði. Alda er 15 tonna plastbátur smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak í Hafnarfiriði. Alda HU 12 kom til heimahafnar á Skagaströnd sunnudaginn 9. nóvember. Í bátnum er vél af gerðinni Catepillar 3196 sem er 660 hestöfl. Hann er einnig útbúinn með bógskrúfu sem er 8 hö. Mjög fullkominn búnaður er í bátnum og má segja að nýjustu siglinga- og fiskileitartæki séu til staðar. Auk þessa eru stafrænar myndavélar sitt hvoru megin við vélinu og þannig er hægt að vakta hana á tölvuskjá. Um borð í bátnum er 120 lítra vatnstankur og bæði heitt og kalt vatn. Í lest Öldunnar komast 11 stk. 660 lítra fiskikör og eitt 380 lítra. Aldan er útbúin til línuveiða og er með línuspil frá Beiti. Í stefni er góð aðstaða fyrir áhöfn og salerni er í vélarreisn. Aldan HU 12 er í eigu þeirra Víkurbræðra Sigurjóns og Árna Guðbjartssona en þeir gera einnig út hraðfiskibátinn Bjart í Vík.