Nýr löndunarkrani á Skagastrandarhöfn.

 

Nýr löndunarkrani hefur verið settur upp á Skagastrandarhöfn. Kranin sem er frá Framtak hf. er af gerðinni HMC 66 og er lyftigeta hans 1000 kg x 7 metrar. Upphaflega átti að setja kranan upp í júní-júlí en uppsetning tafðist vegna viðgerða á stálþilskantinum sem hann stendur á. Þegar tekið var gat í bryggjuna til að leggja raflagnir kom í ljós að gat var á stálþilinu og hafði skolað undan þekjunni á 25 fm svæði. Þurfti því að fá kafara með sérstakan útbúnað til að gera við stálþilið utan frá og steypa síðan styrkingar innan við þilið.

Kranin er nú loksins kominn upp og er honum ætlað að svara eftirspurn við löndun þar sem mikið hefur verið af handfæra og línubátum í sumar eins og undanfarin ár.