Nýr púttvöllur vígður

Fimmtudaginn 23. júní var vígður nýr 9 holu púttvöllur á tjaldstæði Höfðahrepps. Fyrsta púttið sló Ingibergur Guðmundsson, fyrsti formaður Golfklúbbs Skagastrandar en vígslan var keppni milli hans og Hjálms Sigurðssonar, tómstunda- og íþróttafulltrúi Höfðahrepps.

Ekki fara sögur af úrslitum en þó töldust þau hagstæðari öðrum aðilanum.

Púttvöllurinn er öllum opinn en þeir sem vilja keppa verða að minnsta kosti til að byrja með að hafa með sér púttara og kúlur.