Nýr sorpbíll

Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar tók í notkun nýjan sorpbíl fimmtudaginn 24. júlí sl. Bíllinn sem er af gerðinni Volvo FM 9 er sambærilegur við eldri bíl sem er frá árinu 1994 en búin ýmsum nýjum búnaði, m.a. er tölvuvog til að magntaka og tvær myndavélar til að fylgjast með því sem gerist aftan við bílinn. Sorphreinsun VH hefur annast gámaþjónustu og sorphreinsun í Austur Húnavatnssýslu sl. 13 ár.