Nýr vefur Sveitarfélagsins Skagastrandar

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur endurnýjað vef sinn á slóðinni www.skagastrond.is. 

Vefurinn hefur verið uppfærður miðað við þá þróun sem hefur orðið í allri samskiptatækni og er orðinn snjalltækjavænn. Vefurinn var unnin í samstarfi starfsfólks sveitarfélagsins og  Stefnu, sem sá um vefhönnun og tæknilegar útfærslur.

 

Sveitarstjóri