Nýtt fyrirtæki hefur starfsemi

Erla Jónsdóttir opnaði bókhalds- og rekstrarráðgjafafyrirtæki sitt, Lausnamið, formlega 10. janúar 2019. Í tilefni af því bauð hún gestum og gangandi í heimsókn í Gamla kaupfélagið til að skoða fyrirtækið og þiggja léttar veitingar. Rúmlega 70 manns þáðu boðið og fögnuðu með þeim Erlu og Sigríði Gestsdóttur þessum spennandi tímamótum.  Það er alltaf mikið gleðiefni þegar ný fyrirtæki verða til á Skagaströnd. Það sýnir að fólk hefur trú á bænum okkar og er til í að grípa þau tækifæri sem bjóðast til að fjölga stoðunum undir atvinnulífið á staðnum. Um leið og við óskum Erlu allra heilla með Lausnamið vonum við að fyrirtækið eigi eftir að vaxa og dafna í framtíðinni.