Ókeypis á tónleika Gunnars Þórðarsonar

Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Kántrýbæ fimmtudagskvöldið 10.desember kl. 21.

 

Allir þekkja Gunnar, hann hefur í langan tíma verið einn af vinsælustu tónlistamönnum þjóðarinnar. Nú kemur hann til Skagastrandar og sest með gítarinn á sviðið í Kántrýbæ og spilar og syngur mörg af sínum bestu lögum.

Gunnar verður einn á ferð og því er þetta einstakt tækifæri til að kynnast manninum, tónskáldinu og skemmtikraftinum.


Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um hjónin frá Garði og Vindhæli.


Aðgangur er ókeypis.