Óli Benna stjórnar Gettu betur í kvöld

 

Stjórnandi, spyrill, dómari og alvaldur í Gettu betur í kvöld verður Ólafur Bernódusson, kennari og þúsundþjalasmiður á Skagaströnd.  Hann spyr af myndugleik kennarans, glettni húmoristans,  visku hins fjölfróða og kæruleysi grallarans

 

Flestir þekkja Óla. Hann hefur verið afar getspakur í spurningakeppninni og vann til dæmis þá síðustu ásamt konu sinni. 

Sumir halda því fram að það hafi nú eiginlega verið hún Guðrún sem eigi allan heiðurinn af sigrinum.

 

Hvað um það, Óli er líka með afbrigðum fjölfróður og ekki að efa að keppnin verður ákaflega skemmtileg með mann á borð við Óla við stýrið.

 

Reglur keppninnar eru óteljandi og afar flóknar. Hér er stuttur

úrdráttur:

 

30 spurningar, skrifleg svör - Einn spyrill, sem er dómari og alvaldur

- Bjórkassi í verðlaun fyrir þá sem hafa flest svör rétt - „Bjórspurningin“; verðlaun fyrir rétt svar er bjórglas á barnum