Opið hús hjá farskólanum

Opið hús í Bjarmanesi á Skagaströnd mánudaginn 26. september kl. 18:00 – 20:00.

Farskólinn býður gesti velkomna kl. 18:00 – 20:00, til að kynna sér námskeið og námsleiðir, raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf, lesblindugreiningar og fleira. Stéttarfélögin Samstaða og Aldan kynna fræðslustyrki, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra kynnir nám við skólann og Vinnumálastofnun kynnir þjónustu sína.

Farskólinn kynnir

Ýmsa ráðgjöf og þjónustu

Tómstunda- og matreiðslunámskeið

Farskólinn býður upp á fjölbreytt úrval af tómstundanámskeiðum, s.s. þæfingu, teikningu, ostanámskeið og súpugerð.

Tungumálanám

Kynning á tungumálanámi. Enska fyrir byrjendur, danska og íslenska fyrir útlendinga. Norska?

Lengri námsleiðir sem gefa einingar

Kynning á lengri námsleiðum eins og Grunnmenntaskólanum, Skrifstofuskólanum, Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og fl.

Léttar veitingar

Ásta Búadóttir, matreiðslumeistari og kennari hjá Farskólanum eldar dýrindis sjávarréttarsúpu fyrir gesti.

Lifandi tónlist

Ásdís Guðmundsdóttir syngur nokkur lög af nýjum diski Multi Musika.