Opið hús í dag í listamiðstöðinni á Skagaströnd

Opið hús verður hjá Nesi listamiðstöð í dag milli 18 og 20 að Fjörubraut 8, Skagaströnd.

Listamennirnir hvetja alla til að líta inn og skoða verk sín sem þeir hafa unnið að í þessum mánuði og jafnvel lengur. 

Listamennirnir níu sem hafa dvalið á Skagaströnd í júní koma frá Singapore, Malasíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu og vinna í myndlist, gjörningum og innsetningum.

Í listamiðstöðinni er því margt forvitnilegt að sjá og ekki síður er gaman að ræða við listamennina sem eru svo óskaplega ánægðir með dvöl sína á Skagaströnd.