Opið hús í kvöld hjá Nesi

Opið hús er hjá Nesi listamiðstöðf í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar, frá klukkan 18 til 21.

Listamenn febrúarmánaðar munu sýna gestum og gangandi afrakstur dvalar sinnar hér á Skagaströnd.

Í febrúar hafa 10 listamenn dvalið á Skagaströnd, unnið að list sinni og ekki síður hafa þeir sankað að sér efni til frekari listsköpunar.

Nadine Poulain Vídeo, Þýskalandi
Franz Rudolf Stall, ljósmyndari og keramik, Frakklandi
Erla S. Haraldsdóttir, myndlist og videó, Íslandi
Craniv Boyd, myndlist og videó, Bandaríkjunum
Morgan Levy, ljósmyndari, Bandaríkinjunum
Jee Hee Park, blönduð tækni, Suður-Kóreu
Paola Leonardi, ljósmyndari, Englandi
Margaret Coleman, myndhöggvari, Bandaríkjunum
Anna Marie Shogren, dansari, Bandaríkjunum
Mari Mathlin, myndlist, Finnlandi

Skagstrendingar eru hvattir til að líta inn að Fjörubraut 8 og kynna sér starfsemi listamiðstöðvarinnar, skoða verk listamannanna og ekki síst kynnast þeim og viðhorfi þeirra. Allir eru hjartanlega velkomnir.