Opið hús í listamiðstöðinni annan í hvítasunnu

Opið hús verður hjá Nesi listamiðstöð á annan í hvítasunnu, mánudaginn 24.maí frá klukkan 14 til 16 að Fjörubraut 8, Skagaströnd.

Skaagstrendingar sem og aðrir eru hvattir til að líta inn og fræðist um það sem listamennirnir eru búnir að vera að fást við síðastliðin mánuð og mánuði.

Listamenn mánaðarins eru:
Mari Mathlin, myndlist, finnsk
Oona Gardner, skúlptúr, bandarísk
Katie Urban, blönduð tækni, bandarísk
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur
Anne Marie Michaud, teikningar og skúlptúr, kanadísk
Evelyn Rupschus, myndlist og ljósmyndun, þýsk
Steinunn Ketilsdóttir, dansari og danshöfundur
Melody Woodnutt, skúlptúr, innsetningar og gerningar, áströlsk