Opið hús í Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð verður með opið hús í listamiðstöðinni í dag, fimmtudaginn 22. september kl 17 - 20. Listamenn mánaðarins verða á staðnum og sýna að hverju þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur. Meðal þess sem gefur að líta er vindharpa í smíðum, teikningar, innsetning um huldufólk og margt fleira.

 

Það væri gaman að sjá sem flesta.