Opið hús í Nes-listamiðstöð á föstudaginn

Listamennirnir í Nes-listamiðstöðinni á Skagaströnd verða með opið hús föstudaginn 27. mars frá kl. 17 til 19. Listamennirnir hafa flestir dvalið og starfað á Skagaströnd í einn mánuð í senn og nú í lok mars hlakka þeir til að fá Skagstrendinga, Blönduósinga og aðra áhugasama í heimsókn og sýna þeim verk sín.

Vinnustofurnar eru að Fjörubraut 8 á Skagaströnd.

Listamenn mánaðarins eru:

  • Lucy McKenna, myndlistarkona frá Írlandi
  • Nadege Druzkowski, listmálari frá Frakklandi
  • Lucas Gervilla, videolistamaður frá Brasilíu
  • Julieta do Vale, ljósmyndari frá Portúgal
  • Noemi Romao, textíllistakona og hönnuður frá Ítalíu
  • Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, skúlptúrlistakona
  • Mie Olise Kjærgård, listmálari frá Danmörku
  • Marie Brett & Nick Piper , myndlistarmenn frá Írlandi

Einnig verður opnuð sýning kl. 18:00 í gamla frystihúsinu við Einbúastíg. Listamennirnir sem þar sýna eru Írarnir Marie Brett og Nick Piper. Um er að ræða listræna innsetningu þar sem efniviðurinn er sandur og fyrirmyndin sótt í völundarhús af ýmsu tagi.


Þessi fallega mynd er eftir Mie Olise Kjærgård. Myndin hangir uppi ásamt fleirum í Nes-listamiðstöð. Auk hennar er fjöldi áhugaverðra verka. 


Kántrýbær
Þegar búið er að njóta sýninganna er áreiðanlega komið að kvöldmat. Þá er tilvalið að koma við í Kántrýbæ en þar er m.a. þetta tilboð:

Hamborgari, franskar og ½ lítri kók á aðeins 790 kr. Hamborgaratilboð fyrir fjóra: 2.690 kr