Opið hús í Nes-listamiðstöð á laugardag

Listamennirnir í Nes-listamiðstöðinni á Skagaströnd vilja sem fyrr ná til Húnvetninga og bjóða því upp á opið hús laugardaginn 21. febrúar kl. 13:00 að Fjörubraut 8.

Á því tæpa ári sem liðið er frá því að Nes-Listamiðstöðin tók til starfa hafa listamennirnir nokkrum sinnum boðið upp á opið hús. Alltaf hefur fjöldi fólks komið í heimsókn og notið þess að fræðast um hin ólíku listform sem unnið er að.

Á vegum listamiðstöðvarinnar eru sjö listamenn í febrúar. Þeir eru Natalia Black frá Slóvakíu, Lucas Gervilla frá Brasilíu, Michele Horrigan frá Írlandi, Ben Kingsley og Jessica Langley frá Bandaríkjunum, Sean Linch og Lucy Mckenna frá Írlandi.