Opinn danstími á laugardaginn

Næsta laugardag verður opinn danstími á vegum UMF Fram kl. 15-17 í íþróttahúsinu. Andrea Kasper, dansari, kennir nútímadans með aðstoð nemenda sinna sem hafa verið hjá henni í vetur.

Öllum er heimilt að taka þátt eða horfa á, aldur skiptir engu máli. Valdimar Jón Björnsson smíðaði balletstangir fyrir nemendurna og hafa þær komið að góðum notum.

Sex stúlkur hafa verið í dansnámi í vetur og hafa tekið stórstígum framförum og þær hvetja aðra til að taka þátt.