Opinn fundur um sóknaráætlun

 

 

Opinn fundur

Sóknaráætlun Norðurlands vestra

 

Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, miðvikudaginn 10. júní kl. 17:00.

 

Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samning milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og ríkisins um Sóknaráætlun 2015-2019. Markmið Sóknaráætlunar er m.a. að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.

 

Samkvæmt samningi um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 skal marka stefnu landshlutans í menningarmálum, nýsköpun og atvinnuþróun, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilegri þróun svæðisins.

Á fundinum í Menningarhúsinu Miðgarði verður fjallað um stöðu Norðurlands vestra í þessum málaflokkum og síðan unnið í hópum.

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í að móta stefnu og áherslur landshlutans.

 

Á heimasíðu SSNV www.ssnv.is er að finna Samning um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019.

Verið velkomin.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra