Opinn saumaklúbbur í Bjarmanesi

 

 

Þegar nánar er að gáð er ýmislegt um að vera á Skagaströnd í skammdeginu. Í dag er dreift meðal íbúa áskorun frá nokkrum mætum konum og hljóðar hún á þessa leið:

„Við erum hér nokkrar sem ætlum að hittast í Bjarmanesi, föndrum við hitt og þetta, sauma, prjóna, hekla, skrappa eða bara spjalla sem er líka fínt.

 

Við reynum að læra af hverri annarri og hjálpast að.

 

Gaman væri ef sem flestir létu nú sjá sig

 

Við ætlum að hittast einu sinni í viku fram til jóla og sjá svo til með framhaldið.

 

Svo stefnum við að því að halda jólamarkað í desember.

 

Allir velkomnir til skrafs og ráðgerða - heitt kaffi á könnunni“

 

Undir áskorunina rita þessar:

 

Guðrún Soffía Pétursdóttir

Ásthildur Gunnlaugsdóttir

Gígja Óskarsdóttir

Jóhanna Karlsdóttir

Áslaug Ottósdóttir

Ólafía Lárusdóttir

 

Þær ætla að hittast í dag, þriðjudag, 28. október frá kl. 19 til 23 og næsta sunnudag, 2. nóvember frá kl. 13 til 18. Framvegis munu þær koma saman annan hvern þriðjudag og anna hvern sunnudag til skiptis.