Opinn saumaklúbbur vekur lukku

 

 

Opinn saumaklúbbur var í Bjarmanesi í gærkvöldi og vakti hann mikla lukku. Rúmlega tuttugu konur, handverksfólk og aðrar áhugasamar mættu en enginn karl. Þótti það lítill skaði. Flestir mættu með handavinnuna sína en aðrir bara til að spjalla.

 

Verkefnin voru af ýmsu tagi, það var heklað, prjónað, saumað, búin til jólakort og skrappað svo eitthvað sé nefnt. Sumir notuðu tækifærið til að byrja á eitthverju sem þeir ekki höfðu gert áður og gátu þá fengið þá aðstoð og stuðning sem þurfti. Næsti kúbbfundur verður á sunnudaginn klukkan 13 og eru allar konur hvattar til að mæta með handavinnuna sína og njóta þess að skapa í góðum félagsskap. Það verður kaffi á könnunni.

 

Meðfylgjandi myndir tók Ólafía Lárusdóttir.