Opna TM/Minningarmót um Karl Berndsen á Skagaströnd á laugardag.

Hið árlega TM/Minningarmót um Karl Berndsen verður haldið á Háagerðisvelli laugardaginn 24. júní nk. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar í karla- og kvennaflokki. TM er aðalstyrktaraðili mótsins.

Golfklúbbur Skagastrandar fagnar 20 ára afmæli sínu nú í haust og hefur verið vaxandi í allan þann tíma. Nú í vor hafa verið miklar framkvæmdir á á vellinum og m.a. lagt vatnskerfi að öllum flötum vallarins. Hús klúbbsins hafa verið máluð og lagt nýtt gólfefni á sjálft klúbbhúsið.

AHB