Opnir fundir um málefni Austur- Húnavatnssýslu

Ráðrík ehf. boðar til opinna funda í Austur-Húnavatnssýslu þessa vikuna til að fara yfir stöðu sveitarfélaganna í sýslunni og þá málaflokka sem virðast mikilvægastir hjá íbúum.

Ráðgjafar fyrirtækisins hafa fundað með ýmsum félagasamtökum undanfarnar vikur og heimsótt fyrirtæki á svæðinu til að kalla fram viðhorf íbúa til sameiningar sveitarfélaganna. Til að tryggja að allir sem vilja koma að umræðunni hafi til þess möguleika er efnt til opinna funda.

Íbúar geta valið hvaða fund þeir kjósa að sækja. Reynt verður að tryggja að sem flestir geti komið sínum viðhorðum að á fundunum og gott samtal um framtíðina og möguleika svæðisins eigi sér stað.

Fundirnir verða sem hér segir:

Miðvikudaginn 4. apríl         Skagabúð kl. 16:00

Miðvikudaginn 4. apríl         Félagsheimilinu Blönduósi kl. 20:00

Fimmtudaginn 5. apríl         Klausturstofa Þingeyrarkirkju kl. 16:00

Fimmtudaginn 5. apríl        Fellsborg Skagaströnd kl. 20:00

Föstudaginn 6. apríl             Húnavöllum kl. 16:00

Föstudaginn 6. apríl             Húnaveri kl. 20:00