Opnu húsi frestað hjá Nes listamiðstöð

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta opnu húsi hjá Nes listamiðstöð sem vera átti í kvöld.

Veðurstofan hefur gefið út stormaðvörun: Búist er við stormi á Ströndum og annesjum á NV-landi seint í kvöld og til morguns.  

Á fimmtudaginn 25. febrúar frá kl. 18 til 21 verður opið hús hjá listmönnunum og taka þeir þá fagnandi á móti gestum og gangandi.