Opnun Námsstofu

Laugardagninn 6. september sl. var Námsstofan á Skagaströnd opnuð formlega. Námsstofan er til húsa að Mánabraut 3 og hefur verið sett upp aðstaða þar fyrir fólk til að stunda fjarnám. Í Námsstofunni er boðið upp á aðgang að öflugum tölvum með góðri nettengingu en einnig aðstöðu til að lestrar. Við opnun Námsstofunnar komu margir til að skoða aðstöðuna og 11 manns skráðu sig til afnota af stofunni. Adolf H. Berndsen, oddviti afhenti Hjálfríði Guðjónsdóttur stofuna formlega, en hún hefur verið ráðin til að annast leiðsögn og stuðning við þá sem þar stunda nám.