Opnunar- og vígsluhátíð

Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. og Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra bjóða til opnunar- og vígsluhátíðar á Skagaströnd föstudaginn 23. apríl, kl. 16:00.

Dagskrá hefst kl 16:00 með móttöku í Kaupfélagshúsinu.
 
Í framhaldi af því verður gertum boðið upp á að skoða nýja rannsóknastofu BioPol ehf. 

Jafnframt verður opið hús á nokkrum stöðum:
  • Fræðasetrinu í Gamla Kaupfélagshúsinu
  • Nesi listamiðstöð
  • Spákonuarfi í Árnesi.
Um kvöldið verður svo spurningakeppnin Drekktu betur í Kántrýbæ og hefst hún kl. 21:30.