Opnunartímar í íþróttahúsi vegna samkomubanns

Vegna opnunartíma í íþróttahúsi og sundlaug munum við láta reyna á eftirfarandi verklag frá og með morgundeginum 18. mars.

Það getur þó tekið breytingum og mun verða tilkynnt um allar breytingar með fyrirvara.

Íþróttahús og sundlaug Skagastrandar
Ráðstafanir vegna COVID-19 veirunnar og samkomubanns næstu 4 vikurnar.

Reynt verður eftir bestu getu að halda eftirfarandi opnunartímum í líkamsrækt óbreyttum. Sundlaugin verður lokuð en opnunartímí í líkamsrækt verður lengdur á móti.


Mánudaga 6:45-20:00
Þriðjudaga 7:45-20:00
Miðvikudaga 6:45-20:00
Fimmtudaga 7:45-20:00
Föstudaga 6:45-20:00
Laugardaga 10:00-16:00
Sunnudagar 13:00-16:00


Vegna líkamsræktar

  • Hámarksfjöld í sal er 4 á hverjum tíma.
  • Hámarksviðvera er 1 klst. í senn.
  • Aðeins annað hvert upphitunartæki er í notkun á hverjum tíma
  • Lokað verður á allar hópíþróttir í íþróttasal.
  • Gufubaðið og teygjurými verða lokuð.
  • Búningsklefar eru lokaðir.

 

Þeir sem koma í íþróttahúsið og ætla að nýta sér aðstöðuna eru beðnir um að sótthreinsa á sér hendurnar, búið er að koma upp sprittstöðum í anddyri og hér og þar í húsinu.


Gott er einnig að hafa sitt eigið handspritt á æfingu.


Við bendum einnig á ráðleggingar Landlæknis um að handþvottur er besta forvörnin.


Vinsamlegast sprittið öll áhöld og búnað fyrir og eftir æfingar.


Við biðjum alla iðkendur að passa að hafa um 2 metra á milli sín á æfingum og að deila ekki búnaði með öðrum.


Við biðjum alla þá sem finna fyrir einkennum flensu eða hafa verið í samskiptum við smitaða einstaklinga vinsamlegast að mæta ekki í íþróttahúsið.

Allir eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum. Staðan getur breyst hratt og því er gott ef allir eru meðvituð um það og sýna þolinmæði og skilning.

Verum skynsöm og sýnum varkárni.


Starfsfólk íþróttahúss og sundlaugar á Skagaströnd