Öruggara Norðurland vestra

Miðvikudaginn 20. mars verður áhugaverður viðburður haldinn á Blönduósi ,,Öruggara Norðurland vestra"

Viltu taka þátt í að móta Öruggra Norðurland vestra með öllum helstu hagsmunaaðilum á svæðinu?

Öruggara Norðurland vestra er svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa.

Á vinnustofunni verða fjölmörg öreindi um málefni barna og ungmenna, jaðarsetta hópa, þjónustu við fólk með geðrænan vanda sem og ofbeldi í nánum samböndum.

Erindum er fylgt eftir með hópavinnu á borðum þar sem hver og einn kemur sínum sjónarmiðum á framfæri. Framkvæmdateymi um Öruggara Norðurland vinnur svo áfram úr þeim tillögum sem fram koma og móta átaksverkefni í hverjum málaflokki til að vinna að.

Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn og við hvetjum öll til að mæta:

https://forms.office.com/e/RDaDG5HnAc?origin=lprLink