Óskað eftir myndum af Spákonufellshöfða

Verið er að undirbúa útgáfu á bæklingi um gönguleiðir á Spákonufellshöfða sem kemur út fyrir lok maí.

 

Leitað er eftir góðum litmyndum sem teknar eru af Höfðanum eða á honum. Ekki er endilega sóst eftir útsýnismyndum yfir bæinn heldur allt eins af einstökum stöðum, fólki á göngu, í sólbaði eða að leik eða einhverjum sérstökum atburðum sem eru áhugaverðir. Myndirnar mega vera á slides, pappír eða teknar á digital myndavél.

Óskað er eftir viðbrögðum fyrir 5. maí nk. en eftir þann tíma fer myndefni í úrvinnslu.

Vinsamlegast hafið samband við Sigurð 

markaðsráðgjafa Skagastrandar í síma 864 9010. Hann hefur skrifstofur í Bjarmanesi og þar má hitta hann á skrifstofutíma.