Óskað eftir áhugasömum aðlila til að sjá um nýtingu æðarvarps

Óskað er eftir áhugasömum aðlila til að sjá um nýtingu æðarvarps staðsett á ræktunarlandi sveitarfélagsins.

Í nýtingunni felst heimild til fullra afnota af varpsvæðum æðarfugls en samkomulag er um beit fyrir hross í flóanum yfir sumartímann.

Umsóknir skulu berast á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl. 16:00 mánudaginn 28. febrúar nk. Umsókn skal innihalda upplýsingar um fasta árlega fjárupphæð leigugreiðslu í íslenskum krónum sem verður til greiðslu í maí hvert ár leigutímans.

Umsókn með fyrirvörum eða annarri framsetningu endurgjalds en staðgreiðslu eru ógild. Umsækjandi skal tilgreina reynslu sína af umönnun æðarvarps m.t.t. uppbyggingar og sjálfbærni svæðisins til framtíðar. Áskilin er réttur til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.

Sveitarstjóri veitir nánari upplýsingar.