Óskað er eftir rekstraraðilum fyrir Fellsborg og skólamáltíðirnar

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir rekstraraðilum fyrir Félagsheimilið Fellsborg og afgreiðslu skólamáltíða fyrir Höfðaskóla fyrir komandi haust. 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar fyrir 29. júlí 2022 þar sem m.a. komi fram hugmyndir umsækjanda um fyrirkomulag og einingaverð skólamáltíða, en um er að ræða hádegisverð bæði fyrir nemendur og starfsfólk yfir skólaárið.

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri á netfanginu sveitarstjori@skagastrond.is