Óskað er eftir verktaka til að sinna snjómokstri með traktorsgröfu

Sveitarfélagið Skagaströnd óskar eftir verktaka til að sinna snjómokstri innanbæjar. Verkið felst í að að sinna snjómokstri með traktorsgröfu, þ.e. hreinsun á snjó og krapa á akstursleiðum innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins og hafa tiltækan þann búnað og mannskap sem þarf til þeirra verka.

Hægt er að sækja gögn vegna verðkönnunar á skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 28. desember en skila þarf inn tilboðum vegna verðkönnunar fyrir 15:00, 8. janúar 2024, á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is.


Áskilinn er réttur til að semja við einn eða fleiri aðila, taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Samningstími ef um semst hefst 3. febrúar 2024.

 

Starfandi sveitarstjóri