Páskamót í fótbolta

Hið árlega páskamót í innanhússbolta fór fram í íþróttahúsinu laugardaginn 10. apríl. Mótið var tvískipt annars vegar yngri flokkur (4.-8. bekkur) og hins vegar fullorðinslið. Í yngri flokki kepptu þrjú lið og í eldri flokki voru alls átta lið. Heildarfjöldi keppenda var um 70 og fjöldi áhorfenda var 50-70 manns.