Piparkökudagur leikskólans

Laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn, var hefðbundinn piparkökudagur á leikskólanum. Börnin komu með foreldrum sínum og systkinum, skáru út kökur úr deiginu sem hún Ásthildur í eldhúsinu var búin að útbúa fyrir alla. Einhverjir tóku líka ömmur og afa með sér, en margar ömmur hafa bakað mikið um dagana og eru ráðagóðar í bakstrinum. Stundum verður þó minna úr deiginu en efni standa til, því sumt ratar beina leið í magann áður en það verður að köku. En það sem kemur út úr ofninum er svo skreytt fagurlega, með gulu, rauðu og grænum glassúr. Þessi glassúr á það þó stundum til að þykkna og festast í skeiðinni eða á pinnanum. Þá er eina ráðið að sleikja þetta bara almennilega af og halda svo áfram að skeyta. Inn á milli fá svo mömmur og pabbar, afa og ömmur kaffisopa og börnin djús og jólalögin eru spiluð til að koma öllum í gott jólaskap. Helga Bergsdóttir leikskólastjóri