Pistill frá formanni U.M.F. Fram

         

Ágætu foreldrar

 

Ég vil fyrir hönd félagsins byrja á að þakka ykkur fyrir samstarfið það sem af er vetri.

Nú er vetrarstarfið senn hálfnað, tíminn líður hratt.  Síðustu æfingatímar fyrir jól verða fimmtudaginn 15. desember. Þann dag eru foreldrar hvattir til að koma og fylgjast með. Þá verður einnig hægt að ganga frá skráningu vorannar. Fyrstu æfingartímar á nýju ári verða miðvikudaginn 4. janúar.

Sama fyrirkomulag verður haft á innheimtu æfingagjalda eftir áramót eins og nú fyrir áramót.  Æfingagjöldin, 5000 kr, eru aðgöngumiði  að öllum æfingunum þ.e. ekki þarf að greiða sér fyrir fótbolta og sér fyrir íþróttaskóla. Veittur verður 1000 kr systkinaafsláttur fyrir systkini nr. 2 og 3 frá sama heimili. Þeir sem eru duglegastir að mæta á æfingarnar milli kl. 16 og 18 fá sérstök verðlaun á síðustu æfingu vetrarins inni í vor.

 

Stjórn U.M.F Fram hefur ákveðið að niðurgreiða árskort til skíðaiðkunar í Tindastóli um 2.000 kr fyrir börn á grunnskólaaldri. Fullt verð er 6.500 kr en verður því 4.500 kr fyrir börn í Höfðaskóla. Fólk getur vitjað endurgreiðslu hjá gjaldkera félagsins Guðrúnu Elsu gegn framvísun kvittunar fyrir greiðslu árskortsins. Stefnt er að því að bjóða upp á ferðir upp í Tindastól á föstudögum eftir að kennslu er lokið. Skíðakennsla verður á þessum tíma í Tindastóli fyrir börn á grunnskólaaldri frá Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. Ef mikill áhugi verður getur verið að félagið verði að leita til foreldra til að aðstoða við að keyra börnunum í fjallið.

 

Eftir áramót munu Jósef Ægir og Helena Bjarndís koma að þjálfun unglinga í 8. til 10. bekk og jafnvel eldri ef áhugi verður fyrir hendi. Þessar æfingar verða á þriðjudagskvöldum milli 20 og 21 í íþróttahúsinu. Jósef verður með strákaæfingu aðra vikuna og Helena með stelpur hina vikuna. Þessar æfingar eru þrekæfingar og miðast við að kenna unglingunum að æfa sig sjálf án þjálfara.

 

Hér á eftir kemur einskonar viðburðadagatal Fram til vors:

·        Badmintonæfingaferð til Siglufjarðar 13. til 14. jan fyrir börn fædd 1994 og eldri

·        Gríslingamót, byrjendamót í badminton, 22. jan fyrir börn fædd 1995 og 1996. Haldið á Akranesi

·        Frjálsar Stórmót ÍR 28. til 29. jan. Í Reykjavík fyrir 8-16 ára

·        Frjálsar MÍ 15 til 22 ára 4. til 5. febrúar í Reykjavík

·        Frjálsar MÍ 12 til 14 ára 25. til 26. febrúar í Reykjavík

·        Goðamót í knattspyrnu á Akureyri 24. til 26. febrúar, 4. og 5. flokkur stúlkna fæddar 1992, 1993, 1994, 1995 og ?1996?

·        Íslandsmót unglinga í badminton á Akranesi 3. til 4. mars

·        Goðamót í knattspyrnu á Akureyri 10. til 12. mars, 5. flokkur drengja fæddir 1995, 1994 og ?1993?

·        Goðamót í knattspyrnu á Akureyri 24. til 26. mars, 6. flokkur drengja fæddir 1996, 1997 og ?1998?

·        Andrésar andar leikarnir á skíðum á Akureyri 20. til 23. apríl

·        Til viðbótar þessu verða væntanlega einhver íþróttamót á félagssvæði USAH. Dagsetning þeirra liggur ekki enn fyrir.

 

Í lokin vil ég hvetja ykkur foreldra og forráðamenn til þess að taka virkan þátt í starfi félagsins og endilega komið með ábendingar um eitthvað sem betur mætti fara eða ef eitthvað er sem ykkur finnst vel vera gert.

 

Kveðja    Halldór G. Ólafsson

form U.M.F Fram.

Aðrir í stjórn FRAM eru:

Guðrún Elsa Helgadóttir

Róbert Freyr Gunnarsson (Aðalheiður Sif Árnadóttir)

Og í varastjórn:

Sigríður Ásgeirsdóttir

Tryggvi Hlynsson