Plokkdagur 30. apríl

 

Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn.
 
Sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi næstkomandi sunnudag þann 30. apríl þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið!
 
Gámar verða aðgengilegir frá og með föstudegi við áhaldahús og á Kröfluplani í útbænum.
 
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos í hádeginu við Bjarmanes.
 
Vonumst til þess að sjá sem flesta!
 
Sveitarstjóri