Plokkun á Skagaströnd

Í skólaverkefninu "Geta til aðgerða" vann Karen Líf Sigurbjargardóttir að verkefninu "Plokkun Skagastrandar".

Með verkefninu vill hún hvetja Skagstrendinga til þess að bæta umhverfið og hreinsa okkar frábæra og skemmtilega bæ.

 

Plokkunin fer fram fimmtudaginn 23. maí kl. 18:00-20:00 en mæting er á skólalóðina þar sem þátttakendum verður skipt í hópa.

 

Sveitarfélagið hvetur alla til að mæta og taka þátt í þessu flotta verkefni.

 

Sveitarstjóri