Prjónakennsla í Kvennaskólanum

Næsta fimmtudag verður býður Textílsetrið upp á námskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Kennt verður að prjóna tvær ermar á einn prjón, "tíglaprjón", ýmis uppfit og affellingar og fleira.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Ásdís Birgisdóttir, textílhönnuður.

Námskeiðið hefst kl. 20 á miðvikudagskvöldið og boðið verður upp á kaffi. Áhugasamir eru hvattir til að mæta með prjóna eða aðra handavinnu og eiga notalega kvöldstund saman.