Prumpuhóll í Fellsborg

Möguleikhúsið sýndi leikritið Prumpuhól fyrir ungu kynslóðina á Skagaströnd í morgun. Fékk leikritið góðar viðtökur og lifðu börnin sig inn í sýninguna. Var bæði grátið og hlegið en allt endaði vel að lokum. Leikritið fjallar um 9 ára gamla borgarstelpu sem villtist út í náttúruna og hitti 90 ára gamlan tröllastrák. Pabbi hans var orðin að steini sem prumpaði alltof mikið, bæði hátt og lengi af því að hann borðaði of mikið. Með tröllastráknum og borgarstelpunni tókst einstök vinátta sem endaði farsællega.