Quieres hablar Español ?

 

Tókstu ekki örugglega eftir auglýsingunni um spænskunámskeiðið sem til stendur að halda á Skagaströnd á næstunni?  Endilega drífðu þig í að skrá þig hjá Óla Benna svo hægt sé að byrja sem fyrst. Netfangið hjá honum er: olibenna@hi.is  og svo er líka hægt að skrá sig í síma 4512210 og 8993172.

Magnús Stefánsson, sem ætlar að kenna,  segir að þetta sé létt  bara ef fólk nennir og hefur áhuga fyrir að bæta við sig.  Fyrirkomulagið verður þannig að kennt verður tvö kvöld í viku með einu kvöldi á milli. Annars verður fyrirkomulagið á kennslunni rætt strax í byrjun og það sniðið að óskum þeirra sem sækja námskeiðið.

Ef eitthvað er óljóst í sambandi við þetta hafðu þá samband við Óla Benna í ofangreinda síma.

Svo er auðvitað  líka á döfinni námskeið í heitreykingu matvæla.......