Rafbókasafn.

 

Bókasafn Skagastrandar hefur opnað aðgang að Rafbókasafninu.

Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla af hljóð- og rafbókum á auðveldan hátt.

Rafbókasafnið er langþráð viðbót í bókasafnsflóruna. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt og eldra efni.

Meginhluti efnisins er á formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört stækkandi.

Rafbækurnar má ýmist lesa á vef safnsins, rafbokasafnid.is, eða á snjalltækjum í gegnum Overdrive-appið (finnst í App store og Play Store). Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.

 

Aðgangur að Rafbókasafninu er innifalinn í árgjaldi til Bókasafns Skagastrandar sem er 2.050 krónur.

Aldraðir og öryrkjar fá frí skírteini, öryrkjar eru beðnir um að framvísa
örorkuskírteini hjá bókaverði.

Börn og ungmenni 18 ára og yngri fá einnig frí bókasafnsskírteini.

 

Til að virkja aðgang að rafbókasafninu þarf að  koma við á bókasafninu og fá bókasafnsskírteini.

Opnunartími bókasafnsins er:

                        Mánudagar kl. 16-19

                        Miðvikudagar kl. 15-17

                        Fimmtudagar kl. 15-17