Rafmagnslaust á Skagaströnd 5. desember frá kl 23:00 til 04:00

Að kvöldi þriðjudagsins 5. desember og fram á nóttina mun Rarik að fara í viðhaldsvinnu í aðveitustöðinni á Laxárvatni, krefst þessi vinna að það þurf að taka báða spennana úr rekstri og þar með alla notendur út frá stöðinni. Við það verður víðtækt rafmagnsleysi í Húnabyggð, Skagaströnd, Skagabyggð og í hluta af Húnaþingi Vestra.

Þetta hefur áhrif á aðveitustöðina á Skagaströnd þar sem hún er fædd frá 33kV útganginum á spenninum á Laxárvatni.

Samkvæmt áætlun mun rafmagnsleysið líta ca. svona út:

  • Húnabyggð
    • 19kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Laxárvatni - allt að 5 tímar (Þing og Vatnsdalur)
    • 11kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Laxárvatni - allt að 2 tímar (Blönduós, Ásar, Svínadalur, Langidalur)
  • Skagabyggð
    • 11kV kerfi - allt að 2 tímar (Refasveit)
    • 11kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Skagaströnd - allt að 3 tímar (Skagaströnd)
  • Skagaströnd
    • 11kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Skagaströnd - allt að 3 tímar (bærinn Skagaströnd)
  • Húnaþing Vestra
    • 19kV kerfi út frá aðveitustöðinni á Laxárvatni – allt að 5 tímar (Vesthurhóp, Víðidalur)