Rafmagnstruflanir

Þrífa þarf tengivirkið í Hrútatungu aftur í nótt aðfaranótt 21. desember. Reynt verður að halda rafmagni á notendum eins og hægt er en búast má við truflunum og mögulegu rafmagnsleysi frá miðnætti til 06:00 í nótt. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528-9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Notendur eru beðnir um að spara rafmagn eftir bestu getu til þess að minnka líkur á óæskilegum truflunum í kerfinu (jólaseríur og annað sem telst ekki til nauðsynja til að nefna fátt eitt).

Sveitarstjóri