Réttir Food Festival dagana 16.-25. ágúst

Mynd fengin að láni frá https://rettir.is/
Mynd fengin að láni frá https://rettir.is/

Réttir Food Festival er haldið í fyrsta skipti á Norðurlandi vestra dagana 16. – 25. ágúst.
Veitingahúsaeigendur og framleiðendur standa að þessari flottu matarhátíð.

Þeir ætla að bjóða gestum sínum upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu.

Það verða fjölmargar uppákomur þessa tíu daga, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði.

Upplýsingar um viðburði og skráning fara fram á síðunni : https://rettir.is/

Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð er hægt að senda  tölvupóst á rettir@rettir.is

Á Skagaströnd verður hægt að sækja heim Vörusmiðju BioPol dagana 20. og 21. ágúst nk. 

Þriðjudaginn 20. ágúst verður hægt að gæða sér á kefir og kombucha frá 13:00-17:00. Nánari upplýsingar hér.

Miðvikudaginn 21. ágúst er opið hús í Vörusmiðjunni frá 16:00-18:00. Nánari upplýsingar hér.