Rigningaspá 10. október 2023

Þar sem veð­ur­spá Veð­ur­stof­unn­ar ger­ir ráð fyr­ir mik­illi rign­ingu í fyrramálið og fram til miðvikudagsmorguns hvet­ur sveitarfélagið íbúa til að huga vel að frá­rennslis­lögn­um og nið­ur­föll­um við hús sín til að fyr­ir­byggja mögu­legt vatns­tjón. Biðjum einnig bátaeigendur til að athuga sína báta.

Á vef Veður­stofunnar kemur fram að gefin sé appel­sínu­gul veður­við­vörun frá klukkan 06:00 í fyrramálið á Norðurlandi vestra. Reiknað er með að verðurviðvörun á NV verði í gildi til klukkan 06:00 miðvikudagsmorgun. Veðurfræðingar segja að þetta geti líkst verðirnu sem var í september 2012, fjárfellisverðrið sem kallað var. 

Í neyð­ar­til­vik­um eru íbú­ar hvatt­ir til þess að hringja í 112 sem met­ur að­stæð­ur og kall­ar til við­bragðs­að­ila ef hætta skap­ast fyr­ir fólk og eign­ir.