Rökkurró, jassbræðingur í kirkjunni

Systkinin Albert Sölvi og Jóhanna Marín Óskarsbörn ætla að fagna aðventunni með ljúfum djassbræðingi í Hólaneskirkju á sunnudagskvöldið kl. 20.

Albert Sölvi leikur á saxafón og Jóhanna Marín á orgel og píanó. Ljúfir tónar munu því leika um fallegu kirkjuna í upphafi aðventu á trúarlegum og andlegum nótum í rökkrinu.

Aðgangseyrir  er 1.000 kr. 
 
Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.