Ruslatunnur enn að fjúka!!

Enn eitt hvassviðrið er nú að ganga yfir Norðurland og nú um hádegi mánudaginn 28. janúar var vindur um 24-25 m/sek. og hviður um 34-35 m/sek. Spáð er hvössum vindi næstu tvo daga og virðist sem ekki muni draga verulega úr fyrr en á fimmtudag.

Nokkuð ber á því enn að sorptunnur fjúki í hvassviðri. Þrátt fyrir að hver stormurinn hafi rekið annan undanfarna tvo mánuði eru tunnurnar enn illa frágengnar á nokkrum stöðum og hafa verið að fjúka. Húseigendur er eindregið hvattir til að gæta að sorpílátum og ganga þannig frá þeim að hvorki þau fjúki eða það sem í þeim er fari af stað. Sama gildir auðvitað um aðra lausa hluti utan dyra.

Skaðinn af sem því hlýst að lausamunir fjúki eru ekki eingöngu hinn fokni hlutur heldur allt sem hann kann að skemma á leið sinni á „vængjum vindsins“ að ekki sé minnst á þá hættu sem fólk kann að vera í af sorpílátum og öðru sem er á slíku ferðalagi.

Sveitarstjóri