S k á l d a k v ö l d á miðvikudag kl 20

Gerður Kristný
Gerður Kristný

S k á l d a k v ö l d

 

verður í bókasafni Rannsóknaseturs HÍ (Gamla kaupfélaginu)

á Skagaströnd

 

miðvikudagskvöldið 23. janúar, kl. 20.00.

 

Ljóðskáldin Gerður Kristný og Aðalsteinn Ásberg koma fram á

skáldakvöldi, lesa upp og segja frá verkum sínum.

Aðgangur ókeypis.

 

 

                       

 

 


Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson er

fæddur 1955 og hefur sent frá sér fjölda

ljóðabóka, frumsaminna og þýddra, auka

barnabóka og annars bókmenntaefnis.

Hann er ennfremur þekktur fyrir söngljóð

sín og vísnatónlist sem er að finna á

fjölmörgum geisladiskum og hefur hlotið

verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín.

Á liðnu hausti sendi hann frá sér

ljóðabókina Sjálfsmyndir, en auk hennar

kom frá hans hendi Hjaltlandsljóð, safn

þýðinga á nútímaskáldskap frá

Hjaltlandseyjum.

 

 

 

 

 

 

Gerður Kristný er fædd árið 1970 og

hefur gefið út um það bil 20 bækur fyrir

bæði börn og fullorðna.

Ljóðabókin Blóðhófnir færði henni

Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2010

og í fyrra kom út eftir hana ljóðabókin

Strandir.

Hún hefur m.a. hlotið Barna- og

unglingabókaverðlaun Vestnorræna

ráðsins, Ljóðstaf Jóns úr Vör og

Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar

og Ingibjargar Sigurðardóttur.

 


 

Skáldakvöldið er styrkt af Minningarsjóðnum um hjónin frá Garði og Vindhæli